Fundargerð aðalfundar, 15.02.2012

Fundargerð Prýðifélagsins Skjaldar

Aðalfundur

Dags: 15.02.2012  kl. 20:00
Mættir: Björg Kjartansdóttir, Ingvar Vilhjálmsson, Reynir Guðmundsson og Sigvaldi Kaldalóns
Fjarverandi: Ívar Pálsson, Jens Pétur Jensen og Hildur Arna Hjartardóttir
Dagskrá: 

 Formaður setur fundinn

Björg Kjartansdóttir, formaður setur fundinn kl. 20:13.

Kosning fundarstjóra og ritara

Björg leggur til að Ottó Guðjónsson verði fundarstjóri og ritari og er það samþykkt af fundarmönnum.

Formaður les skýrslu stjórnar

Björg formaður les skýrslu stjórnar og fer yfir tilgang félagsins en hann má sjá í lögum félagsins sem birt eru á skerjafjordur.is. Farið var yfir stöðu mála í að fá strætósamgöngur frá Skerjafirði í vesturbæ en það á að gerast þegar Strætó flytur frá Hlemmi yfir á BSÍ. Þetta mun vonandi leiða af sér betri samgöngur Skerfirðinga en þetta er eitt af stærsta hagsmunamáli stjórnarinnar. Björg og Hildur gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og þar með er óskað eftir framboðum.

 Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins

Ingvar Vilhjálmsson gjaldkeri kynnir fjárhagsstöðu félagsins . Staðan er ágæt, eða um 221.789.-kr og munar þar mest um tvo styrki upp á 100.000 sem komu frá tveimur íbúum hverfisins. Tillögur voru ræddar um varanlegri fjáröflun félagsins.

Kosning stjórnar

Eftirfarandi aðilar gáfu kost á sér í stjórn og voru samþykktir af fundarmönnum.

  • Ingvar Vilhjálmsson
  • Reynir Guðmundsson
  • Frosti Heimisson
  • Efemía Guðmundsdóttir
  • Sigvaldi Kaldalóns
Varamenn
  • Jens Pétur Jensen
  • Ívar Pálsson

Lagabreytingar

Engar lagabreytingar lagðar fram

Önnur mál

Engin

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 21:23